Fréttir

17. apríl 2018

Opnað við Gullfoss en áfram lokað í Reykjadal

Umhverfisstofnun hefur opnað neðri stíginn við Gullfoss, sem hefur verið lokaður í vetur vegna klaka og snjóa. Starfsmenn stofnunarinnar hreinsuðu lausagrjót af stígnum og löguðu þar til.
Þá hefur Umhverfisstofnun ákveðið að göngustígurinn inn í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði verði lokaður fram til 12. mai . Honum var lokað til bráðabirgða á dögunum vegna mikils ágangs, eftir að myndir Adolfs Inga ökuleiðsögumanns af svaðinu á stígnum birtust í fjölmiðlum. Unnið hefur verið að lagfæringum á stígnum, en vegna bleytu og því að klaki er að fara úr jörð, er ekki hægt að leyfa umferð um hann næstu vikur.

Lesa meira »
17. apríl 2018

Landsáætlun um vernd náttúru og menningarsögulegra minja

Umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu "um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029" Þetta er heilmikil tillaga sem ráðherra mælir væntanlega fyrir á næstunni og stefnt er að því að afgreiða fyrir þinglok í vor. Sérstakur vinnuhópur hefur undirbúið þessa tillögu sem ætlað er að verða einskonar leiðarvísir varðandi ferðamennsku á landinu með tilliti til verndunar náttúru og minja.

Leiðsögumenn eru hvattir að kynna sér þingsályktunartillöguna og minnt er á að hver sem er getur svo sent inn athugsemdir við hana til viðkomandi nefndar Alþingis.

Hér má sjá Þingsályktunartillöguna

Lesa meira »
17. apríl 2018

Ferðamálaskýrsla

Ráðherra ferðamála lagði fyrir skömmu fram á Alþingi skýrslu sem ber heitið "Þolmörk ferðamennsku" Þetta er mikil samantekt úr ýmsum áttum um stöðu ferðmennsku á Íslandi um þesssar mundir. Í skýrslunni er mikið af upplýsingum frá ýmsum aðilum um ferðmennsku, fjölda ferðamanna, viðhorf þeirra og heimamanna og allskonar staðreyndir um ferðamennsku á einstökum stöðum á Íslandi. Mikið er fjallað um þolmörk á vinsælum ferðamannastöðum. Hér er tengill á þessa skýrslu.

Skýrsluna má nálgast hér

Leiðsögumenn eru hvattir til að kynna sér skýrsluna og þeir verða þá þeim mun fróðari um ástandið í þessari sívaxandi atvinnugrein. Frekar lítið hefur verið fjallað um skýrsluna i fjölmiðlum, einstaka upphrópanir þó, en hún er mikil að vöxtum og gefur ágæta yfirsýn yfir ástandið um þessar mundir.

Lesa meira »
13. apríl 2018

Lokun framlengd í Reykjadal - Reykjadalur closed

Umhverfisstofnun auglýsti lokun svæðis í Reykjadal í Ölfusi 31. mars síðastliðinn í tvær vikur. Umrætt svæði er nr. 752 á náttúruminjaskrá. Framkvæmdir hófust flótlega á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Stígurinn hefur verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. Lagðar hafa verið 2000 mottueiningar (Ecogrid) í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Ekki voru lagðar grindur á allan stíginn, aðeins á þann hluta sem var verst farinn.

Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæðinu ekki að komast í burtu. Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokunina í Reykjadal í 4 vikur að höfðu samráði við sveitafélagið, landeiganda, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Svæðið verður opnað um leið og aðstæður leyfa eða eigi síðar en 12. maí næstkomandi.

Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.

Reykjadalur – Seasonal closures!

The Environment Agency has closed the area in Reykjadalur temporarily for nature protection. Due to soft soil and muddy trails the area has been damaged by traffic and is prone to further damage. The area will remain closed until conditions change, no longer than until May 12th. Entering the area is strictly forbidden. Help us to protect the nature and respect closing in nature conservation areas.“

Lesa meira »

Viðburðadagatal