Fréttir

1. október 2014

Mælingar Umhverfisstofnununar vegna eldgossins í Holuhrauni

Á vef Umhverfisstofnunar er kort sem sýnir nýjustu mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) vegna eldgossins í Holuhrauni. Með því að þrýsta á bláu hnappana sjást mælingarnar. Smellið hér til að sjá kortið.
Ráðleggingar varðandi viðbrögð við loftmengun má sjá hér.
Friðlýst svæði á Íslandi eru í júlí 2013 113 talsins, en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest á friðlýst svæði. Þau eru oft vinsælir áfangastaðir ferðamanna. Samkvæmt heimildum Ferðamálastofu komu árið 1953 um 6000 erlendir gestir til landsins. Árið 1983 voru þeir tæplega 78.000 og 2003 komu um 320.000, eða álíka margir og íbúar á landinu. Í fyrra komu svo um 807.000 manns til Íslands. Kort yfir friðlýst svæði á Íslandi má sjá hér.
Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Lesa meira »
26. september 2014

Erlendir ferðamenn eru tilbúnir að greiða fyrir náttúrupassa

Ýmsar áhugaverðar niðurstöður er að finna í könnun meðal erlendra ferðamanna sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu.

Þegar reiknað er út úr niðurstöðum spurninga skv. aðferð hollenska hagfræðingsins Peter Van Westendorp (Price Sensitivity Meter) kemur í ljós að verð á náttúrupassanum ætti að vera á bilinu 5.000-8.000 kr. Þetta verðbil miðast við að náttúrupassinn væri vara eða þjónusta á samkeppnismarkaði, þannig að ef ná á sem mestu fé fyrir náttúrupassann mætti eflaust hafa verðið hærra, en vilji menn hafa það sanngjarnt er mælt með að það sé á umræddu bili 5.000-8.000 kr.

Meðal ánægjulegustu niðurstaðna er að gestir til landsins eru líkt og áður einkar sáttir við heimsóknina. Íslandsferðin stóðst þannig væntingar 95,4% svarenda sem er álíka hlutfall og í síðustu vetrarkönnun en þá var hlutfallið 95,0%. Tæp 84% töldu líklegt að þau myndu ferðast aftur til Íslands.

Sjá nánar á Ferðamálastofa

Lesa meira »
26. september 2014

Ferðamálaþing 2014

Ferðamálaþingið 2014 verður haldið í Hörpu miðvikudaginn 29. október. Megináhersla þetta árið verður á gæðamálin og þau tímamót að í ár er hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.
Verið er að vinna að dagskrá þingsins sem send verður út innan tíðar en vert er að taka daginn strax frá.

Lesa meira »
25. september 2014

Lúxusferðamenn til Íslands

Gert var sam­komu­lag upp á 130 milljónir til þriggja ára um rekst­ur sér­verk­efn­is á sviði markaðssetn­ing­ar á Reykja­vík og Íslandi sem áfangastað fyrir auðuga ferðamenn. Þeir sem standa að verkefninu eru Meet in Reykja­vík, Bláa lónið, Icelanda­ir Group og Lands­bank­inn.

Lesa meira »