Fréttir

18. september 2014

Ályktun ASÍ um fjárlagafrumvarpið

Á fundi miðstjórnar ASÍ var samþykkt ályktun þar sem harakalega er deilt á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Miðstjórnin telur engan grundvöll fyrir frekara samstarfi við ríkisstjórnina verði þetta að veruleika verði þetta fjárlagafrumvarp að lögum.
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnin velji með fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 2015 að ráðast enn og aftur gegn hagsmunum launafólks í stað þess að hefja uppbyggingu velferðarkerfisins. Almennt launafólk hefur á síðustu árum tekið á sig miklar byrðar með samdrætti í tekjum, auknum útgjöldum og skuldsetningu sem leitt hafa til minni kaupmáttar. Þetta á ekki síst við um lágtekjuhópa og lífeyrisþega. Á sama tíma hefur verið skorið verulega niður í heilbrigðis-, velferðar og menntakerfinu sem leitt hefur til meiri greiðsluþátttöku, minni þjónustu og meira óöryggis. Launafólk sem færði miklar fórnir hefur réttmætar væntingar um að endurreisn og uppbygging velferðarkerfisins hafi ríkan forgang nú þegar viðsnúningur hefur orðið í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar.

Lesa meira »
17. september 2014

Sjúkrasjóður greiðir allan kostnað við krabbameinsleit

Sjúkrasjóður Félags leiðsögumanna greiðir allan kostnað við krabbameinsleit hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands eða heilsugæslustöðvum gegn framvísun félagsskírteinis eða beiðni sjóðsins. Umsókn úr sjúkrasjóði FL.

Lesa meira »
16. september 2014

ASÍ UNG þing

Þriðja þing ASÍ-UNG var haldið 12. september 2014 undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla ... líka unga fólkið“. Á þinginu fjölluðu Henný Hinz og Ari Eldjárn m.a. um tekjuskiptingu í samfélaginu og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þingið sóttu 26 þingfulltrúar og 10 aukafulltrúar. - ASÍ-UNG krefst þess að sveitarfélög hafi leikskóla opna yfir sumartíma þar sem oft er erfitt að samræma sumarfrí barna og foreldra.

  • ASÍ-UNG krefst samræmingar á starfsdögum og öðrum frídögum hjá leik- og grunnskólum í landinu.

  • ASÍ-UNG krefst þess að heimild fáist til að nýta hluta af eigin veikindarétti til að sinna veikindum barna ef þörf krefur.

  • ASÍ-UNG krefst þess að stjórnvöld lengi fæðingarorlof, hækki greiðsluþakið og afnemi 80% hámarkið.

  • ASÍ-UNG krefst þess að stefnt verði að styttingu vinnuviku án þess að afkoma skerðist. Sjá nánar á asi.is

Lesa meira »
9. september 2014

Sértilboð til Félags leiðsögumanna haust 2014

Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum með 15% afslætti:

• Undraheimur Þingvalla
- Skráningarfrestur er til 15. september. Nánari upplýsingar hér

• Listin að mynda norðurljós
- Skráningarfrestur er til 15. september. Nánari upplýsingar hér

• Með höfuðið í skýjunum - Skráningarfrestur er til 20. október. Nánari upplýsingar hér

• Norðurljós
- Skráningarfrestur er til 24. september. Nánari upplýsingar hér

• Úr neista í nýja bók - Skráningarfrestur er til 7. október. Nánari upplýsingar hér.

• Streitan og áhrif hennar á líf okkar - Skráningarfrestur er til 28. októberl. Nánari upplýsingar hér

• Orkustjórnun: Leið til að hámarka afköst þín og árangur
- Skráningarfrestur er til 12. nóvember. Nánari upplýsingar hér
Vinsamlegast takið félagsaðild fram í athugasemdareit við skráningu.

Lesa meira »