Fréttir

27. febrúar 2015

Hættulegt framferði ferðafólks

Helgi Guðmundsson leiðsögumaður vill vekja athygli á hættulegu framferði ferðafólks. Hann tók þessa mynd og nokkrar aðrar í gær við Gullfoss. Á þessari mynd sést hvar ferðamenn fara fram á gljúfurbarminn við fossinn - þrátt fyrir augljósan háska sem af gæti hlotist og að því er virðist án þess að skeyta minnstu vitund um viðvörunarskilti eða keðju sem strengd er fyrir göngustíg sem öllum má ljóst vera að er lokaður vegna slysahættu. Á myndinni má allvel greina hvernig göngustígurinn er afmarkaður með snúru sem menn hafa reyndar lítið fyrir að klofa yfir sé ásetningur þeirra að komast að árgljúfrinu. Þar sem fólkið á myndinni stendur næst gljúfrinu berst stöðugt úði frá fossinum og myndast við það íshella sem hallar niður að árgljúfrinu. Þarna getur m.ö.o. reynst afar erfitt að fóta sig - að ekki sé minnst á snjóhengjur undir fótum manna sem kynnu að springa fram þegar minnst varir, að ógleymdum snörpum vindhviðum þegar vindstrengi leggur eftir gljúfrinu. Ef eitthvað fer úrskeiðis má segja að einber guðs mildi skeri úr um líf eða dauða og ekkert nema gæfan nær að skilja ferðalanginn frá árgljúfrinu. Vonandi kallar þetta á einhver viðbrögð.

Lesa meira »
26. febrúar 2015

Aðalfundur 2015 fundargerð

Aðalfundur Félags leiðsögumanna 2015 var haldinn 24. febrúar á Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2 Rvík og með Skype tók ,,Norðurlandsdeildin“ þátt í fundinum í Háskólanum á Akureyri. Fundargestir voru rúmlega fimmtíu. Fundargerð aðalfundar er komin inn á heimsíðuna og hægt er að nálgast hana hér.

Lesa meira »
26. febrúar 2015

Fólki sem starfar við ferðaþjónustu fjölgaði um 2700 árið 2014

Vísbendingar eru um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári. Í heild sinni fjölgaði starfandi um 2.800. Þetta kem­ur fram í grein­ingu Ólafs Más Sig­urðsson­ar, sér­fræðings hjá Hag­stofu Íslands. Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag

Lesa meira »
25. febrúar 2015

Náttúrupassinn: Öflugt verkfæri til góðra verka

Þorsteinn McKinstry stjórnarmaður í FL birtir grein í dag á Kjarnanum um náttúrupassann. Í greininni ræðir hann hugmyndina um náttúrupassann v/s gistináttagjalds / flugskatta / aðra skatta með fókusinn á að við erum að komast í tímaþröng og að í raun hefur engin betri lausn komið fram.

Hér er slóðin á greinina á Kjarnanum

Lesa meira »