Fréttir

24. apríl 2015

Sérstök upplifun á Vestfjörðum

Blaðamaður BBC,Katie Hammel, ferðaðist um Ísland síðasta sum­ar. Hún hreifst einkum af Vest­fjörðum sem hún heimsótti í september. „Ég las að á Vest­fjörðum væru fleiri foss­ar en fólk, nú trúi ég því,“ skrif­ar blaðamaður­inn. Eng­inn átti leið fram­hjá foss­in­um Dynjanda í heil­an klukku­tíma meðan Kaite stoppaði þar. Hér má sjá grein og myndir Katie Hammel á BBC.

Lesa meira »
22. apríl 2015

Gleðilegt sumar

Félag leiðsögumanna óskar félagsmönnum sínum gleðilegs sumars.

Lesa meira »
22. apríl 2015

Frumvarp um náttúrupassa verður ekki afgreitt

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að frumvarp um náttúrupassa verði ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi.
Frumvarpið hefur verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Fulltrúar í náttúru og ferðafélögum víðs vegar um landið eru einnig mótfallnir náttúrupassanum. Til dæmis Landvernd, Ferðafélag Íslands, Samtök útivistarfélaga og Útivist.

Lesa meira »
21. apríl 2015

Ráðstefna um ferðagönguleiðir

Inni á síðunni ferdamalastofa.is eru upptökur frá ráðstefnu um ferðagönguleiðir sem Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist stóðu fyrir í liðnum mánuði undir yfirskriftinni "Stikum af stað" Á ráðstefnunni var fjallað um framtíðarskipulag og -þróun lengri gönguleiða. Meðal framsögumanna var Lukas Stadtherr frá Swiss Mobility en sú stofnun hefur það hlutverk að þróa landsnet ferðaleiða í Sviss. Verkefnið hófst 1993 og nú er í Sviss vel þróað net göngu-, hjóla-, línuskauta- og kanóleiða. Sjá nánar á ferdamalastofa.is

Lesa meira »