Fréttir

29. ágúst 2014

Eldgosið í Holuhrauni

Rögnvaldur Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Almannavörnum, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að fólki fari vanbúið að gosstöðvunum í Holuhrauni. Hann reiknar með því að björgunarsveitarmönnum verði fjölgað við þær stöðvar þar sem lokað er og svo verði lögreglan þar líka á sveimi.

Lesa meira »
26. ágúst 2014

Mesta aukningin í ferðum með leiðsögn

Samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar var met aukning í ýmsum skipulögðum ferðum eins og hvalaskoðun, ferðum með leiðsögn og öðrum tegundum pakkaferða í júlí í erlendri kortaveltu. Í þeim flokki var 52% aukning.

Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 127 þús. kr. í júlí sem er 1,7% hærri upphæð en í júlí í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðhækkunum síðustu 12 mánaða var raunveltan nánast óbreytt á milli ára. Ferðamenn frá Rússlandi keyptu fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum ef upphæðum er deilt á hvern ferðamann sem hingað kom í júlí eftir þjóðerni. Mikill munur er á kortaveltu eftir þjóðernum sem að einhverju leyti skýrist af því hversu algeng kortanotkun er í hverju landi. Ætla má að nokkurt samræmi sé í notkun greiðslukorta á Norðurlöndunum og því er athyglisvert að skoða mun á milli kortaveltu á milli þessara þjóða. Á meðan hver Norðmaður greiddi að jafnaði 193 þús. kr. greiddi hver Finni 84 þús. kr.

Lesa meira »
25. ágúst 2014

Lagarfljótsormurinn er til

Meirihluti sannleiksnefndarinnar telur að myndband Hjartar Kjerúlf frá því í febrúar 2012 sýni sjálfan Lagarfljótsorminn. Sjö nefndarmanna töldu myndbandið sýna orminn, fjórir töldu svo ekki vera og tveir skiluðu auðu í atkvæðagreiðslu sem fram fór í hreindýraveislu Ormsteitis á Fljótsdalshéraði.
Sannleiksnefnd skipuðu:

Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi og formaður nefndarinnar

Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar

Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs

Anna Alexandersdóttir bæjarfulltrúi

Jónína Rós Guðmundsdóttir, fv. alþingismaður

Lára G. Oddsdóttir sóknarprestur

Rán Þórarinsdóttir líffræðingur

Hlynur Gauti Sigurðsson, landslagsarkitekt og myndatökumaður

Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur

Dagur Skírnir Óðinsson félagsfræðingur

Þorvaldur P. Hjarðar svæðisstjóri

Magnús H. Skarphéðinsson skólastjóri

Arngrímur Vídalín miðaldafræðingur Hér má sjá myndbandið. Hér má sjá nánar frétt á ruv.is

Lesa meira »
22. ágúst 2014

Mikilvægt að einfalda virðisaukaskattkerfið í ferðaþjónustu

Helga Árnadóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í viðtali við RUV að mikilvægara er að einfalda virðisaukaskattkerfið í ferðaþjónustu heldur en að hækka virðisaukaskatt í geiranum.
Fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattkerfinu og hafa þingmenn framsóknarmanna viðrað þann möguleika að hækka virðisaukaskatt í ferðaþjónustu.
Sjá á ruv.is

Lesa meira »