Fréttir

16. nóvember 2017

Umsóknir í sjúkrasjóð 2017

Umsóknir í Sjúkrasjóð Leiðsagnar – félags leiðsögumanna sem greiða á út á árinu 2017 þurfa að berast skrifstofu félagsins ásamt fylgigögnum eigi síðar en föstudaginn 8 desember.

Lesa meira »
8. nóvember 2017

Hvernig gerist ég félagsmaður ?

Leiðsögn - Félag leiðsögumanna er stéttarfélag allra sem starfa við leiðsögn ferðamanna á Íslandi sem leiðsögumenn, fararstjórar eða hópstjórar. Skiptir einu hvort um er að ræða almenna eða sérhæfða ferðaleiðsögn, ökuleiðsögn eða aðra tegund leiðsagnar og hvort viðkomandi starfar sem launþegi eða verktaki.

Lesa meira »
6. nóvember 2017

Orðsending til félaga í LEIÐSÖGN sem starfa sem einyrkjar/verktakar

Leiðsögumenn, sem starfa sem verktakar við leiðsögn og eru einyrkjar, þ.e. hafa ekki aðra leiðsögumenn að störfum fyrir sig, geta verið félagar í Leiðsögn. Stjórn Leiðsagnar hefur samþykkt að greina stöðu þeirra og þau vandamál sem þessu fyrirkomulagi fylgir og koma með tillögur um það sem félagið gæti gert til úrbóta. Stjórnin ákvað jafnframt að óska eftir þáttöku félagsmanna í þessari vinnu.

Er hér með óskað eftir leiðsögumönnum/einyrkjum er áhuga hafa á og eru reiðubúnir til að vera í starfshópi um málefnið tilkynni það til skrifstofu félagsins gegnum netfangið info@touristguide.is fyrir 15. nóvember nk.

Lesa meira »
6. nóvember 2017

Fagdeild um almenna leiðsögn - stofnun og frekari undirbúningur

Á aðafundi Leiðsagnar var stofnuð fagdeild um almenna leiðsögn og ákveðið að félagar fyrrum Fagfélags leiðsögumanna skyldu sjálfkrafa verða fagdeildarfélagar. Stjórn Leiðsagnar hefur ákveðið að fela starfshópi að undirbúa starfsemi þessarar fagdeildar, skilgreina hana og verkefni hennar, gera drög að starfsreglum o.fl. Stjórnin ákvað jafnframt að óska eftir því að fagdeildarfélagar gefi kost á sér til að vera í starfshópi þessum.

Er hér með óskað eftir því að þeir fagfélagsaðilar sem óska eftir og eru reiðubúnir til að vera í starfshópi þessum tilkynni það til skrifstofu félagsins í gegnum netfangið info@touristguide.is eigi síðar en 15 nóvember nk.

Lesa meira »

Viðburðadagatal