Fréttir

23. mars 2018

Reglur fagdeildar almenn leiðsögn

Á fundi stjórnar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna þann 22. mars 2018 voru reglur um fagdeild almenn leiðsögn samþykktar. Reglurnar eru byggðar á tillögum starfshóps sem stjórnin hafði sett til starfa í þeim tilgangi. Starfshópinn skipuðu Marta B. Helgadóttir sem leiddi störf hans, Sigrún Stefánsdóttir, Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, Kirsten Ruhl, Jakob Guðjohnsen, Halldór Árnason og Bjarni Hannesson og skilaði hann ítarlegum tillögum um miðjan janúar sl. Reglur þær sem stjórnin setur taka til skilgreiningar á starfshópnum og almennra atriða sem snerta félagið en að öðru leyti munu tillögurnar nýtast fagdeildinni í starfi hennar. Stjórnin væntir þess að reglur þessar verði fordæmi og auðveldi stofnun fleiri fagdeilda innan félagsins. Á starfshópurinn þakkir skildar fyrir gott starf.

Stjórn félagsins mun á næstunni boða til fundar fagdeildarinnar þar sem kosin verður stjórn fyrir hana skv. reglunum. Er fagdeildarfólk hvatt til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir deildina og beðið um að tilkynna það til skrifstofu félagsins.

Reglur fagdeildar má nálgast hér

Lesa meira »
19. mars 2018

Vorferð leiðsagnar 2018

Suðurland með Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi
Leiðsögn – félag leiðsögumanna gengst fyrir fræðsluferð með Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi um Suðurland, dagana 7. og 8. apríl næstkomandi.
Meginefni ferðarinnar verður með áherslu á margvíslega náttúruvá og viðbrögð við henni. Þetta fjölsótta og magnaða landsvæði hefur þar upp á margt að bjóða:
jarðskjálfta, fjölbreytilega eldvirkni, jökulhlaup, flóð og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður væntanlega eitthvað komið inn á tíð slys og óhöpp ferðamanna í fjórðungnum.

Lesa meira »
14. mars 2018

Áhugaverð námskeið EHÍ í samstarfi við LEIÐSÖGN

EHÍ býður í samstarfi við Leiðsögn - Félag leiðsögumanna uppá áhugaverð námskeið fyrir leiðsögumenn nú á vormánuðum.
Hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér námskeiðin og að nýta snemmskráningar til að tryggja ykkur betra verð.

Ath - nálgast má nánari upplýsingar um hvert námskeið fyrir sig með því að klikka á nafn námskeiðis.

.

Lesa meira »
13. mars 2018

Ályktun stjórnar Leiðsagnar um öryggi og gæði í íslenskri ferðaþjónustu

Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur barist fyrir því að fagleg leiðsögn ferðamanna verði tryggð með lögverndun starfsheitisins eða að með öðrum hætti verði tryggt að það sé ekki notað í auglýsingum og einkenningu ferða nema uppfyllt séu skilyrði um menntun og starfsundirbúning. Tilgangur þeirri kröfu er að tryggja gæði ferðaþjónustu og öryggi ferðamanna sem kaupa ferðir hér á landi og að koma í veg fyrir að ófullnægjandi þjónusta sé í boði undir fölsku yfirskyni.

Leiðsögn beinir þeim tilmælum til stjórnvalda á sviði ferðamála, umhverfismála og samgöngumála og fyrirtækja í ferðaþjónustu að taka þegar saman höndum og grípa til úrbóta sem skylda innlenda og erlenda aðila sem selja hópferðir hér á landi til að hafa í ferðum faglega leiðsögn með þekkingu á staðháttum og að öryggi farþega sé gætt sem unnt er sbr. greinargerð hér á eftir. Leiðsögn er reiðubúin til samstarfs við þessa aðila við mótun og undirbúning slíkra ráðstafana.

Lesa meira »

Viðburðadagatal