Fréttir

29. júní 2015

Ferðaþjónustureikningar staðfesta mikinn vöxt í ferðaþjónustu

Mikill vöxtur hefur verið í þjónustu við erlenda ferðamenn á Íslandi á síðustu árum. Þannig hefur neysla erlendra ferðamanna aukist úr rúmlega 92 milljörðum króna árið 2009 í rúmlega 165 milljarða árið 2013, eða um 79% á nafnvirði. Neysla íslenskra ferðamanna innanlands hefur einnig aukist, en þó minna en þeirra erlendu. Hlutur erlendra ferðamanna hefur vaxið úr 52% árið 2010 í 60% 2013. Sjá á Hagstofan.is

Lesa meira »
23. júní 2015

Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls

Á fundi fulltrúa stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags leiðsögumanna mánudaginn 22. júní var samþykkt að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun ótímabundins verkfalls til að leggja áherslu á samningaviðræður við Samtök atvinnulífsins. Viðræðurnar hafa fram til þessa litlu sem engu skilað. Félagið vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þegar lítið miðaði, og væntanlega boðar hann til fundar í næstu viku til að uppfylla lagaskyldu um samningaviðræður. Formaður samninganefndar leiðsögumanna er Snorri Ingason. Á fundinum á mánudag var samþykkt að skipa kjörstjórn til að hafa umsjón með allsherjaratkvæðagreiðslunni. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér ákvæði í lögum félagsins um allsherjaratkvæðagreiðslu, og hverjir hafi rétt til að greiða atkvæði. Upplýsingar um kjörskrá mun liggja fyrir á skrifstofu félagsins þegar nær dregur. Atkvæðisrétt um kjarasamninga og verkfallsboðun hafa þeir einir sem greitt hafa a.m.k. fjórfalt lágmarksgjald til að öðlast stéttarfélagsaðild á síðustu 12 mánuðum, eða með öðrum orðum unnið að lágmarki 60 daga sem launþegi á þessum tíma.
K.J.

Lesa meira »
16. júní 2015

Nýr upplýsingabæklingur FL

Stjórn Félags leiðsögumanna hefur gefið út bækling til þess að kynna starfsemi félagsins. Hér getur þú skoðað bæklinginn.

Lesa meira »
11. júní 2015

Slitnað hefur upp úr viðræðum við SA

Viðræðum Félags leiðsögumanna, SA og SAF hjá ríkissáttasemjara hefur verið slitið. Ástæðulaust er að halda viðræðunum áfram þar sem ekki hefur tekist að semja um það sem ber í milli, þrátt fyrir marga fundi.

Lesa meira »